Content

 

Fróðleikur

Húsráð: Hreinsaðu blettinn úr uppáhalds flíkinni þinni rétt

Merki Húsráðs
Allir geta lent í óhappi að sulla á sig mat eða drykk. Verst er þegar uppáhalds flíkurnar manns verða fyrir barðinu á eigin klaufaskap, nú eða klaufaskap annarra. Þess vegna er mikilvægt að vita hvernig á að þrífa blettina, svo að þeir festist ekki í flíkinni. Auðveldast er að meðhöndla bletti þegar þeir eru enn blautir því þá eru mestar líkur á að ná þeim úr flíkinni. Að því sögðu birtum við hér nokkur húsráð til þess að ná ljóta blettnum úr uppáhalds flíkinni þinni. Kaffi og te: Hægt er að ná te-, og kaffiblettum úr fatnaði með því að..

Meira


Húsráð: Jólahreingerningin

Merki Húsráðs
Það styttist í aðventuna og allt það skemmtilega sem fylgir henni. Eitt af því sem flestir vilja framkvæma er jólahreingerning. En það er alger óþarfi að sinna henni allri á einu bretti. Hægt er að taka hreingerninguna í skömmtum. Hér höfum við tekið saman vísi að gátlista um hvað gott er að gera í hverju rými heimilisins. Skoðaðu listann og sjáðu hvort hann getur nýst þér.  Áður en farið er af stað er um að gera að skoða þennan pistil, en hér höfum við tekið saman hvernig hægt er að búa til öflug og umhverfisvæn hreinsiefni.  Forstofa og gangur Yfirfara..

Meira


Húsráð: Satt og sannað?

Merki Húsráðs
Við hjá Hreint höfum gaman að því að deila með ykkur húsráðum sem létta lífið við þrifin. Best er þegar ráðin eru þannig að flestir eiga innihaldsefnin og þau eru bæði hagkvæm og umhverfisvæn. Slík húsráð njóta sífellt meiri vinsælda og margar snappstjörnur deila ráðum í gríð og erg. Nýjustu ráðin sem hafa farið á flug eru um gagnsemi kóks og tómatsósu í þrifum. En virka þessi ráð? Hvað segja vísindin okkur? Hvítvín hreinsar rauðvín Eitt frægasta húsráðið sem tengt er matvælum er vitaskuld að þrífa skuli rauðvínsbletti með hvítvíni. Einhverjum gæti nú þótt bruðlið yfirgengilegt en sannleikurinn er sá..

Meira


Húsráð: Þrif að sumri

Merki Húsráðs
Nú eru margir, og jafnvel flestir, komnir í sumarfrí og þá eru heimilisstörfin kannski ekki efst á baugi. Þau fara þó ekki í sumarfrí og taka nokkrum breytingum. Ekki síst ef farið er á sólarströnd, en það gera margir og kjósa að gista íbúð. Hér birtum við sjö húsráð sem eiga sérstaklega vel við að sumri. Notaðu afganga sem hreinsiefni Ef þú situr uppi með hálfa sítrónu sem þú veist ekki hvað þú vilt gera við skaltu nota hana til að þrífa ryðfrí blöndunartæki. Nuddaðu tækin með sítrónunni og þurrkaðu svo af með örtrefjatusku Þrífðu grillið Mörgum jafn leiðinlegt að..

Meira


Húsráð: Flokkun á nýju ári

Merki Húsráðs
Við hjá Hreint erum stolt af því að hafa verið Svansvottað fyrirtæki frá árinu 2010. Við leggjum mikið upp úr því að vera eins umhverfisvæn í störfum okkar og hægt er. Á nýju ári er gott að setja sér markmið fyrir nýtt ár og eitt af þeim markmiðum gæti verið að vera duglegri að flokka. Hér birtum við nokkur ráð um hvernig auðvelt er að byrja að flokka. 4 einföld skref til að byrja að flokka 1. Minnkaðu plastpokanotkun með margnota innkaupapoka. Margnotapokar er víða hægt að fá, stundum eru þeir gefins en yfirleitt alltaf á mjög góðu verði. Ef..

Meira


Jólahreingerningin

Merki -husrads
Nú þegar styttist óðfluga í jólin eru margir farnir að skipuleggja jólahreingerninguna – ef þeir eru þá ekki búnir að henni nú þegar. Það er nú kannski ekki seinna vænna en að fara að undirbúa sig ef vel á að vera, því aðeins er ein helgi eftir til jóla. Við hjá Hreint höfum verið dugleg við að taka saman góð ráð fyrir hreingerningarnar í sérstökum lið á vefsíðunni okkar sem kallast húsráð. Öll ráðin má finna undir heitinu Fróðleikur á heimasíðunni. Við höfum reynt að einbeita okkur að því að miðla ráðum sem notast við umhverfisvæn og ódýr hreinsiefni sem..

Meira


Húsráð: Úr ýmsum áttum

Merki Húsráðs
Kertavax í dúkum Fátt er hvimleiðara en þegar kertavax lekur í dúka. Ljótur bletturinn getur valdið taugastyrkustu manneskjum kvíða. Við byrjum á að ná stjórn á okkur áður en við kroppum það af vaxinu sem hægt er að á ná af. Síðan er tekið dagblað, lagt yfir blettinn og straujað vel yfir með heitu straujárni. Dagblaðið dregur í sig vaxið og eftir situr hreinn og fagur dúkur. Ef efnið er of viðkvæmt til að hægt sé að kroppa í vaxið má nota hárþurrku til að mýkja vaxið. Fastir fitublettir í fötum Óhöpp geta alltaf orðið og þannig geta mestu snyrtipinnar..

Meira


HÚSRÁÐ: Edik í þvottavélina

Merki Húsráðs
Við hjá Hreint þreytumst ekki á að dásama ótrúlega eiginleika ediks í þrifum og ræstingum. Við höfum áður skrifað um hve frábært það er til að þrífa allt frá gluggum til salernisskála og til að minnka óþef. Að undanförnu hefur gengið á milli manna grein um eiginleika ediks í þvottum. Við tökum heils hugar undir það sem þar kemur fram. Edik er með mjög lágt sýrustig sem leysir upp óhreinindi en er nógu milt til að valda engum ertingi eða skemmdum á fatnaði eða yfirborði. Það er náttúrulegur lyktareyðir og því hentar það einstaklega vel til að eyða lykt úr..

Meira


Húsráð: Heimagerð hreinsiefni

Merki -husrads
Við hjá Hreint notum úrvals vörur til ræstinga. Við erum Svansvottuð og leggjum mikla áherslu á að nota umhverfisvænar vörur. Við vitum líka að í venjulegum heimilisþrifum þarf oft ekki að nota dýr og sterk efni til að þrífa. Oft er hægt að nota umhverfisvænar lausnir og blanda saman hráefnum sem nú þegar eru til heima til þess að búa til frábær hreinsiefni. Hér höfum við tekið saman nokkrar uppskriftir. Borðedik  Edik hefur lágt sýrustig sem leysir upp óhreinindi og sápuleifar en er líka svo mildur að hægt er að nota hann í blöndu til að þrifa harðviðargólfefni. Edikið er..

Meira


Húsráð: Gæludýr og hreinlæti

Merki Húsráðs
Þeir sem eiga gæludýr vita að þeim getur fylgt óþrifnaður og jafnvel ólykt. Við hjá Hreint eigum ráð fyrir gæludýraeigendur um hvernig gott er að taka til og þrífa eftir blessuð dýrin. Við veitum hér 5 ráð til hreinlætis.  1) Skítugt búr Það er best að nota raka tusku til þess að þrífa spörðin eftir hamstra og kanínur eða önnur álíka smádýr. Rakinn forðar því að úrgangurinn þorni og að maður andi honum að sér. Mikilvægt er þó að þerra búrið vel á eftir svo ekki myndist mygla eða sveppir. Einu sinni í viku skyldi svo þrífa búrið vel: blandaðu..

Meira


Húsráð: Gluggaþvottur

Merki -husrads
Við hjá Hreint erum snjöll í gluggaþvotti og viljum endilega miðla af þekkingu okkar til heimilanna í landinu. Á ferð okkar um borg og bæ sjáum við oft skýjaða glugga og illa þvegna og við þykjumst vita að oftast er vandamálið að of mikið er notað af sterkum hreinsiefnum Í stað þess að kaupa dýran og sterkan rúðuúða í verslun má búa til sinn eigin. Ekki þarf önnur efni en edik og vatn. Blandaðu saman hálfum til einum desílítra af borðediki við einn lítra af vatni og settu í blómaúðabrúsa. Slíka brúsa má víða fá á góðu verði. Úðið létt..

Meira


Húsráð: Gátlisti fyrir dagleg þrif

Merki Húsráðs
Við hjá Hreint erum snillingar í ræstingum. Fátt finnst okkur skemmtilegra og við höldum áfram þegar heim er komið. Við höfum áður miðlað til ykkar leiðbeiningum um stórhreingerningar, til dæmis fyrir jól eða á vorin. Sem betur fer þarf ekki alltaf leggja í stórhreingerningar, því síður ef heimilinu er alltaf haldið fínu. Á heimasíðunni Realsimple.com er gátlisti um hvernig við getum haldið heimilinu hreinu og fínu og varið til þess aðeins þrjátíu mínútum á dag. Við tókum upplýsingarnar saman og færum ykkur þær hér á íslensku og staðfærðar fyrir íslenskar aðstæður.Við mælum með því að gátlistinn sé prentaður út og..

Meira


Húsráð: Þrif á baðherbergi

Merki Húsráðs
Það er varla til sá staður á heimilinu sem mikilvægara er að þrífa reglulega en baðherbergið. Þar eiga gerlar og sýklar góðan aðgang og því er alls ekki nóg að þrífa af og til. Ef ekki er nógu vel þrifið getur líka baðherbergið farið að lykta og ef ólyktin nær að halda velli í einhvern tíma getur verið erfitt að losna við hana. Okkur hjá Hreint finnst gaman að þrífa baðherbergi og deilum hér nokkrum góðum ráðum um hvernig best er að þrífa þar. Ef köldu vatni er sprautað yfir baðkarið, sturtuna og sturtuklefann að innanverðu eftir notkun minnkar uppsöfnun..

Meira


Húsráð: Þrif í eldhúsi

Merki -husrads
Öll þrif eiga það sameiginlegt að mikilvægt er að ganga skipulega í verkin. Með góðu skipulagi verður manni miklu meira úr verki á skemmri tíma. Þrif í eldhúsi er nokkuð sem flestir sinna daglega en reglulega verðum við að gera ítarlegri þrif og þá tökum við tækin rækilega í gegn. Það eykur endingu þeirra og við njótum þess betur að vinna í hreinu og snyrtilegu umhverfi.  Bökunarofn Hillur verslana eru fullar af allskyns efnum sem ætluð eru til þrifa á ofnum. Umhverfisvænni kostir eru kristalssápa og jafnvel góður uppþvottalögur. Við höfum líka áður bent á hve ótrúlega öflugt er að..

Meira


Húsráð: Nú er komið að vorhreingerningunni

Merki Húsráðs
Það er ekki langt síðan framkvæmd voru stórþrif á öllum heimilum og vinnustöðum tvisvar á ári, fyrir jól og að vori. Eftir því sem aðventan verður annasamari hjá fólki minnkar vægi jólahreingerningarinnar og í staðinn er lagt ofurkapp á vorhreingerninguna. Það er enda ekki að furða, þegar sólin skín inn um rúðurnar verða rykið og óhreinindin meira áberandi. Engum líður vel á skítugu heimili eða vinnustað og því brettir fólk upp ermar og hendir sér af stað. En kapp er best með forsjá og mikilvægt að skipuleggja sig ef vel á til að takast. Best er að skipuleggja sig þannig..

Meira


Húsráð: Hreinsaðu bakaraofninn með náttúrulegum efnum

Merki Húsráðs
Við könnumst eflaust flest við að hafa frestað því óhóflega lengi að þrífa bakaraofninn. Það er einhvernvegin alltaf eitthvað betra að gera en að sjá til þess að hann sé glansandi fínn. Þegar loksins kemur að því að óhreinindin þurfa að fara grípum við oftar en ekki baneitruð efni til að þrífa óhreinindin. Það er óþarfi.Það er vissulega hægt að vinna á erfiðu skáninni innan á bakaraofninum með efnum sem eru svo sterk að augnhárin rúllast upp þegar þú spreyjar þeim inn í ofninn. En við hjá Hreint kunnum betri leið. Það eina sem þú þarft að kaupa í búðinni..

Meira


Húsráð: Notaðu uppþvottavélina meira

Merki Húsráðs
Uppþvottavélar eru til á mörgum íslenskum heimilum. Þar nýtast þær flesta daga til að þvo matarleifar af diskum, glösum og hnífapörum. Við hjá Hreint erum alltaf á höttunum eftir leiðum til að nýta bjargráðin betur og vitum að hægt er að þvo ýmislegt fleira en mataráhöld í uppþvottavélinni.Flestir vita að það er gott að stinga uppþvottaburstanum af og til í uppþvottavélina til að hreinsa hann rækilega. Það sama á við um svampa sem sumir nota til að skrúbba matarleifar og þrífa í kringum vaskinn. Ef svamparnir eru heillegir má skella þeim í hnífaparakörfuna og hafa í uppþvottavélinni næst þegar hún..

Meira


Húsráð: Borðedik léttir þér þrifin

Merki Húsráðs
Þegar litið er yfir hillur stórmarkaða í leit að réttu hreinsiefni fallast mörgum hendur yfir úrvalinu. Flestir kannast líka við að kaupa nýjan brúsa af hreinsiefni fyrir ákveðið verkefni, sem að því loknu safnar ryki í hillu í þvottahúsinu með öðrum hreinsiefnum sem einnig reyndust full sérhæfð.Oft er ekki þörf á því að kaupa sérhæft og oft dýrt efni til að ná því markmiði sem að er stefnt, að hafa hreint í kringum sig. Við hjá Hreint þekkjum ræstingar og hreingerningar og vitum að stundum er einfaldasta lausnin sú besta. Við mælum með því að þú lærir hvenær hægt er..

Meira


Húsráð: Einfalt ráð til að þrífa sturtuglerið

Merki Húsráðs
Sturtugler inni á baðherbergi geta verið augnayndi. Þau eru gagnleg enda koma þau í veg fyrir að vatn skvettist út á gólf þegar heimilisfólkið þrífur sig í sturtunni. En gallinn við sturtugler er að þau verða fljótt óhrein þegar vatn þornar innan á glerinu. Hafðu gluggasköfu inni á baðiSumir leysa úr þessum hvimleiða vanda með því að hafa gluggasköfu ýmist inni á baðherberginu eða hreinlega í sturtunni. Sturtuglerinu má halda hreinu með því að renna létt yfir það eftir hverja sturtu og skafa vatnið af. Við það ætti glerið að haldast sæmilega hreint. Ef þú gleymir að skafa sturtuglerið eftir..

Meira


Húsráð: Örbylgjuofninn hreinn án fyrirhafnar

Merki Húsráðs
Við hjá Hreint þekkjum erfiða bletti, óhreinindi sem vilja ekki hverfa sama hvaða efni eru notuð og matarleifar sem virðast aldrei ætla að losna. En við þekkjum líka allar bestu leiðirnar sem vinna á þessum vandamálum. Flestir kannast eflaust við að trassa það aðeins of lengi að þrífa örbylgjuofninn. Margir eru með ofnana inni í smekklegum skápum svo þeir þurfa ekki að horfa á ástandið á þessum heimilistækjum sem eru í sífelldri notkun. Þegar fólk þarf að nota ofnana fitjar það upp á nefið og lofar sjálfu sér að þrífa þá innan skamms. En svo líður tíminn og slettur og..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja