Content

 

Starfsmenn heiðraðir á jólagleði Hreint

Jólakaffi Hreint 2018_1

Gleðin var við völd á árlegu Jólakaffi Hreint sem haldið var nýverið. Starfsfólki, fjölskyldum þess og birgjum var boðið að þiggja veitingar í veislusal í Mjóddinni og eiga notalega stund saman. Áhersla var lögð á að skemmta börnunum enda eru jólin hátíðin þeirra. Jólasveinn mætti á svæðið og dansað var í kringum jólatré. Starfsmenn fengu jólagjafir afhentar og starfsaldursviðurkenningar voru veittar. Á sama tíma var haldið jólakaffi í höfuðstöðvum Hreint á Akureyri. Vel var mætt á þessar skemmtanir og voru allir viðstaddir ánægðir með samverustundirnar.

Við hjá Hreint erum stolt af því að hjá okkur starfa margir starfsmenn sem hafa háan starfsaldur. Við veittum starfsaldursviðurkenningar við þetta tækifæri og fengu 18 starfsmenn viðurkenningu. Hvorki meira né minna en 10 starfsmenn fengu viðurkenningu fyrir fimm ár í starfi, sjö fengu viðurkenningu fyrir 10 ár í starfi og einn starfsmaður var heiðraður fyrir 30 ár í starfi.

Við hjá Hreint þökkum öllum sem mættu til þessarar frábæru samverustundir.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja