Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018 samkvæmt skilgreiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna, annað árið í röð, sem er staðfesting á góðum árangri fyrirtækisins og frábæru starfi starfsfólks. Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þarf að uppfylla ýmis ströng skilyrði, s.s. að afkoman sé jákvæð, eiginfjárhlutfall sé umfram 20% og að ársreikningi sé skilað á réttum tíma. Aðeins 3% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt skilyrðunum. Hreint er einnig Framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo og hefur verið það síðastliðin þrjú ár en aðeins 2,2% fyrirtækja..
Hreint heldur á hverju ári golfmót fyrir viðskiptavini, birgja og velunnara. Mótið í sumar var haldið föstudaginn 8. júní og var það vel sótt að venju. Keppni var hörð og spennandi fram að síðustu holu. Sú hefð hefur skapast að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegarinn velur og nemur fjárhæðin 100.000 krónum. Rúnar Ágúst Svavarsson, þróunar- og markaðsstjóri Hreint, segir að þetta sé fjórða árið í röð sem verðlaun mótsins renna til góðgerðarmála og að í fyrra hafi fjárhæðin verið hækkuð um helming. „Við hjá Hreint tökum samfélagslega ábyrgð okkar mjög alvarlega og fögnum því að geta látið..