Content

 

Kveðjukaffi fyrir starfsmann

Sigrunhannibals

Í gær var haldið kveðjukaffi fyrir Sigrúnu Hannibalsdóttir en hún lauk nýlega störfum hjá okkur eftir 16 ára starf. Hún hóf störf hjá Hreint um mitt ár 2002 en á því tímabili hefur hún ræst u.þ.b. 15 fyrirtæki. Sigrún hefur verið einstaklega vel liðin bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki og er því mikil eftirsjá að henni. Við óskum henni velfarnaðar í því sem nú tekur við. Á mynd má sjá annan eiganda Hreint, Gest Þorsteinsson, veita Sigrúnu þakklætisvott fyrir vel unnin störf.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja