Content

 

2018

Starfsmenn heiðraðir á jólaskemmtun Hreint

Jólakaffi Hreint 2018_1
Gleðin var við völd á árlegu Jólakaffi Hreint sem haldið var nýverið. Starfsfólki, fjölskyldum þess og birgjum var boðið að þiggja veitingar í veislusal í Mjóddinni og eiga notalega stund saman. Áhersla var lögð á að skemmta börnunum enda eru jólin hátíðin þeirra. Jólasveinn mætti á svæðið og dansað var í kringum jólatré. Starfsmenn fengu jólagjafir afhentar og starfsaldursviðurkenningar voru veittar. Á sama tíma var haldið jólakaffi í höfuðstöðvum Hreint á Akureyri. Vel var mætt á þessar skemmtanir og voru allir viðstaddir ánægðir með samverustundirnar. Við hjá Hreint erum stolt af því að hjá okkur starfa margir starfsmenn sem hafa..

Meira


Hreint styrkir Votlendissjóðinn

_MG_3262
Hreint afhenti í dag, á 35 ára afmælisdegi félagsins, styrk til Votlendissjóðs en hann hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Með styrknum er hægt að stöðva árlega losun á 100 tonnum af gróðurhúsalofttegundum en það jafngildir því að Hreint sé að kolefnisjafna notkun eigin bifreiða og flugferðir starfsmanna í tvö ár. Styrkurinn undirstrikar samfélagslega ábyrgð Hreint við að minnka vistsport sitt. Hreint er fyrsta fyrirtækið í ræstingaþjónustu á Íslandi sem styrkir Votlendissjóðinn. Áskorun allra þjóða, fyrirtækja og einstaklingaStærsta áskorun samtímans er að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem veldur hlýnun jarðarinnar...

Meira


Störf í boði / Available jobs

Hreint 2
Hreint ehf. leitar að starfsmönnum í hlutastörf á höfuðborgarsvæðinu. Um framtíðarstörf er að ræða. Umsækjendur verða að uppfylla kröfur um: Hreint sakavottorð Hafa náð 18 ára aldri Hafa atvinnuleyfi á Íslandi Vera með íslenska kennitölu Aðrir þættir sem litið er til við ráðningu: Kunnátta í íslensku og/eða ensku er mikilvæg. Reynsla af ræstingum í fyrirtækjum er mikill kostur. Góð líkamleg heilsa Sveigjanleiki og jákvætt viðhorf Færni i mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð Nánari upplýsingar um störfin veitir Sylvía Guðmundsdóttir í sylvia@hreint.is. Hægt er að sækja um á atvinna.hreint.is   Hreint ehf. is looking for employees for a long term,  part time..

Meira


Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Hreint _kl
Við hjá Hreint eru stolt af því að vera á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2018. Þetta er fjórða árið í röð sem Hreint hlýtur viðurkenninguna, sem aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta. Hún er staðfesting á góðum árangri fyrirtækisins og frábæru starfi starfsfólks. Í ár skipa 857 fyrirtæki lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og byggist hann á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækjanna á árinu 2017. Þetta er áttunda árið í röð sem Creditinfo tekur saman listann en fyrirtækin þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði til að fá að bera þennan eftirsótta titil. Verðmæt fyrirtækiÞau fyrirtæki sem komast á lista Creditinfo sýna..

Meira


Minna af örplasti í þvottavatninu

Örplast Og Annað Úr Þvottavatni
Snemma á árinu tókum við hjá Hreint mikilvægt skref til að minnka magn örtrefja í þvottavatni með því að nota Cora Ball í þvottahúsi okkar. Frá febrúar til loka júní notuðum við Cora Ball í tveimur þvottavélum og á meðfylgjandi mynd má sjá allt það magn örplasts og hára sem boltarnir gleyptu og annars hefði farið í sjóinn. Ákvörðun hefur verið tekin að nota boltana áfram en áætlað er að þeir grípi 33% af örplasti sem losnar við þvott og annars færi í sjóinn. Hjá Hreint er þvegið gífurlegt magn af örtrefjatuskum og í hvert sinn sem þær eru þvegnar..

Meira


Hreint styður Bleiku slaufuna

Ari Þórðarson, framkvæmdarstjóri með Bleiku slaufuna (1)
Starfsfólk á skrifstofu og svæðisstjórar hjá Hreint fengu í byrjun mánaðarins Bleiku slaufuna að gjöf. Tilefnið er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands í október í baráttu gegn krabbameini hjá konum. Við hjá Hreint fögnum þessu frábæra átaki og viljum um leið vekja athygli á því að Bleiki mánuðurinn er kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða. Krabbameinsfélagið hefur undanfarin 11 ár tileinkað októbermánuði baráttu gegn krabbameini hjá konum og er stuðningur almennings og fyrirtækja grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað. Styðjum gott framtak.   Á myndinni má sjá Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, með bleiku slaufuna í ár.   

Meira


Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki

FFi R-merki -2017_18_is _pos (1)
Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018 samkvæmt skilgreiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna, annað árið í röð, sem er staðfesting á góðum árangri fyrirtækisins og frábæru starfi starfsfólks. Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þarf að uppfylla ýmis ströng skilyrði, s.s. að afkoman sé jákvæð, eiginfjárhlutfall sé umfram 20% og að ársreikningi sé skilað á réttum tíma. Aðeins 3% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt skilyrðunum. Hreint er einnig Framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo og hefur verið það síðastliðin þrjú ár en aðeins 2,2% fyrirtækja..

Meira


Hreint styrkir Barnaspítala Hringsins

Ernir 20180904_MG_2873
Hreint heldur á hverju ári golfmót fyrir viðskiptavini, birgja og velunnara. Mótið í sumar var haldið föstudaginn 8. júní og var það vel sótt að venju. Keppni var hörð og spennandi fram að síðustu holu. Sú hefð hefur skapast að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegarinn velur og nemur fjárhæðin 100.000 krónum. Rúnar Ágúst Svavarsson, þróunar- og markaðsstjóri Hreint, segir að þetta sé fjórða árið í röð sem verðlaun mótsins renna til góðgerðarmála og að í fyrra hafi fjárhæðin verið hækkuð um helming. „Við hjá Hreint tökum samfélagslega ábyrgð okkar mjög alvarlega og fögnum því að geta látið..

Meira


Hlutastörf við ræstingar á Selfossi og í Hveragerði

20170523_ernir _MG_4982_minni
Hreint ehf. is looking for employees for a long-term, part-time jobs to clean companies in Selfoss and Hveragerði. We offer: Hveragerði, 20 hours pr.week Monday through Friday. Working hours are from 16:00 to 20:00 Hveragerði, 18 hours pr. week, Monday through Friday. Working hours 13:30 to 17:15 except on Thursdays, then it’s 14:30 to 17:15 Selfoss, 17 hours pr week, Monday through Friday. Working hours 14:00 to 17:15 / 17:45 Applicants must: Have and be able to provide papers for a clean criminal record Have a valid work permit to work in Iceland Be of 18 years or older Have..

Meira


Laus störf á Suðurlandi

Raestingar
Hreint ehf. leitar að starfsmönnum í ræstingar á Selfossi og í Hveragerði. Við bjóðum upp á  hlutastörf sem unnin eru í dag-, kvöld- og/eða helgarvinnu. Um framtíðarstörf er að ræða. Umsækjendur verða að uppfylla kröfur um: Hreint sakavottorð Hafa náð 18 ára aldri Hafa atvinnuleyfi á Íslandi Vera með íslenska kennitölu Aðrir þættir sem litið er til við ráðningu: Kunnátta í íslensku og/eða ensku er mikilvæg. Reynsla af ræstingum í fyrirtækjum er mikill kostur. Góð líkamleg heilsa Sveigjanleiki og jákvætt viðhorf Færni i mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð Nánari upplýsingar um störfin veitir Sylvía Guðmundsdóttir í síma 822-1872 eða sylvia@hreint.is. Sótt..

Meira


Laus störf við ræstingar á höfuðborgarsvæðinu / Available jobs in cleaning in the Greater Reykjavik area

hreingerningar
Hreint ehf. leitar að starfsmönnum í ræstingar á höfuðborgarsvæðinu. Um fullt framtíðarstarf er að ræða þar sem unnið er ýmist frá 8–16,  8:30–16:30 eða 9-17 alla virka daga. Um 2-3 stöður er að ræða og þurfa viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Unnið er í tveggja manna teymum og eru verkefnin misjöfn frá degi til dags. Umsækjendur verða að uppfylla kröfur um: Hreint sakavottorð Gilt ökuskírteini Hafa náð 18 ára aldri. Aðrir þættir sem litið er til við ráðningu: Kunnátta í íslensku og/eða ensku er mikilvæg. Reynsla af ræstingum í fyrirtækjum er mikill kostur. Góð líkamleg heilsa Sveigjanleiki og..

Meira


Laus störf á Suðurlandi! / Available jobs in South Iceland

20170523_ernir _MG_4982_minni
Hreint ehf óskar eftir að ráða starfsmenn í dag- og síðdegisræstingar á Selfossi og í Hveragerði. Við leitum að jákvæðum, vandvirkum og samviskusömum einstaklingum, 18 ára eða eldri í dag og síðdegisræstingar. Starfsmaður þarf að tala íslensku eða ensku og geta hafið störf sem fyrst. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Nánari upplýsingar:Sylvía GuðmundsdóttirRáðningarstjórisylvia@hreint.is - S: 822-1872 Einnig er hægt að sækja um störfin á http://atvinna.hreint.is   Hreint ehf. is looking for employees for day- and afternoon cleaning jobs in Selfoss and Hveragerði. Hreint ehf. is looking for employees for day- and afternoon cleaning jobs in Selfoss and Hveragerði. We are..

Meira


Óskum eftir starfsmanni í tímabundið starf á Hvolsvelli / Employee needed for a temporary job in Hvolsvollur

20170601_ernir _MG_6972
Hreint ehf óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf við ræstingar á Hvolsvelli. Við leitum að jákvæðum, vandvirkum og samviskusömum einstakling, 18 ára eða eldri í 50% stöðu. Unnið er alla virka daga frá kl. 13:00 – 17:00. Ráðningartímabil er frá og með 16. júlí til 19. ágúst 2018.  Starfsmaður þarf að tala íslensku eða ensku. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Nánari upplýsingar:Sylvía Guðmundsdóttir, Ráðningarstjórisylvia@hreint.is - S: 822-1872Einnig er hægt að sækja um störfin á atvinna.hreint.is  Hreint ehf is looking to hire for a temporary job cleaning at Hvolsvöllur. We are looking for employees who are positive, organized and independent,..

Meira


Lokum snemma á föstudag

35955152_10216866786880708_524054776833376256_n
Skrifstofa Hreint lokar klukkan 14:30, föstudaginn 22.  júní, vegna leiks Íslands gegn Nígeríu. ÁFRAM ÍSLAND!

Meira


Kveðjukaffi fyrir starfsmann

Sigrunhannibals
Í gær var haldið kveðjukaffi fyrir Sigrúnu Hannibalsdóttir en hún lauk nýlega störfum hjá okkur eftir 16 ára starf. Hún hóf störf hjá Hreint um mitt ár 2002 en á því tímabili hefur hún ræst u.þ.b. 15 fyrirtæki. Sigrún hefur verið einstaklega vel liðin bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki og er því mikil eftirsjá að henni. Við óskum henni velfarnaðar í því sem nú tekur við. Á mynd má sjá annan eiganda Hreint, Gest Þorsteinsson, veita Sigrúnu þakklætisvott fyrir vel unnin störf.

Meira


Samstarfssamningur við GA

GA
Golfklúbbur Akureyrar og Hreint undirrituðu áframhaldandi samstarfssamning á dögunum. Samstarfið hófst árið 2016 og frá því hefur verið mikil ánægja með það. Tilgangur þess er að styðja við hið góða starf sem Golfklúbbur Akureyrar er að vinna. Við þökkum Golfklúbbi Akureyrar kærlega fyrir og hlökkum til áframhaldandi samstarfs næstu árin. 

Meira


Hreint heiðrar starfsmenn á árshátíð

40002135325_9c 26c 9ff 56_q
Hápunktur félagslífs hvers fyrirtækis er árshátíð. Samstarfsfólk klæðist sínu fínasta pússi og gerir sér glaðan dag hvert með öðru. Þessu er ekki öðruvísi farið hjá Hreint og í mars hélt Hreint glæsilega árshátíð á Grand Hótel. Í ár var sérstök áhersla á að heiðra starfsmenn og var það gert á ákaflega skemmtilegan hátt. Mánaðarlega heiðrum við starfsmann mánaðarins. Þeir starfsmenn sem flestar tilkynningar fengu voru heimsóttir á vinnustað sinn og fengu þar afhenta rós. Að sjálfsögðu var þetta tilefni til myndatöku en myndirnar voru svo nýttar til að gera ákaflega skemmtilegt myndband sem sýnt var á árshátíðinni. Að myndbandinu loknu..

Meira


Laus störf á höfuðborgarsvæðinu / Available jobs in the Great Reykjavik area.

Thvottathjonusta 2
Við erum að leita af starfsfólki Hreint ehf. óskar eftir starfsfólki við ræstingar í Reykjavík og nágrenni. Við erum bæði með lausar stöður í fullt starf sem og hlutastarf. Leitað er að fólki sem er jákvætt, skipulagt og sjálfstætt í vinnubrögðum. Skilyrði fyrir ráðningu:-          Hreint sakavottorð-          Vera 18 eða eldri-          Góð kunnátta í ensku eða íslensku er kostur Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is eða senda ferilskrá með tölvupósti á netfangið katrin@hreint.is We are looking for employees  Hreint ehf. is looking for people to work in cleaning in the Great Reykjavik area. We have both available..

Meira


Sumarstörf / Summer jobs

Raestingar
Hreint ehf. óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við ræstingar í Reykjavík og nágrenni. Um er að ræða sumarstörf frá apríl til september og erum við með lausar stöður bæði í fullt starf sem og hlutastörf. Leitað er að starfsfólki sem er jákvætt, skipulagt og sjálfstætt í vinnubrögðum.  Skilyrði fyrir ráðningu: Hreint sakavottorð Vera 18 ára eða eldri Góð kunnátta í íslensku eða ensku Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is eða senda ferilskrá með tölvupósti á netfangið katrin@hreint.is  Hreint ehf. is hiring for summer jobs in the Reykjavík area. We specialize in cleaning and have summer jobs available from..

Meira


Páskaegg / Easter eggs

Paskaegg
Við minnum allt starfsfólkið okkar á að sækja gómsætu páskaeggin sín fyrir páskana. Starfsfólk á Höfuðborgarsvæðinu getur nálgast páskaeggið sitt frá 26. – 28. mars á skrifstofu Hreint í Auðbrekku 8. Starfsfólk á Norður- og Suðurlandi ásamt Akranesi munu fá afhent páskaeggið sitt frá svæðisstjóra. We want to remind our employees to come and pick up their delicious Easter eggs before! Employees in the Greater Reykjavik Area can pick up their eggs from 26. – 28. March in Hreints office in Audbrekka 8.  Employees in North, South and Akranes region will receive their eggs from their regional manager.

Meira


Hreint fær endurvottun Svansins

_MG_9424 (002)
Nýverið lauk Hreint við endurvottun Svansins. Í tilefni af því afhenti Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar þeim Guðbjörgu Erlendsdóttir þjónustustjóra og Ara Þórðarsyni framkvæmdastjóra endurnýjað Svansleyfi til 2021 á skrifstofu Hreint í dag. Það eru rúm 8 ára síðan Hreint fékk fyrst vottun Svansins en viðmið Svansins eru endurskoðuð reglulega þar sem auknar kröfur eru settar inn og lagfæringar gerðar á eldri. Það er því mikill heiður og ánægja að standast þær og geta haldið áfram að starfa undir vottun Svansins. Svanurinn er norrænt gæða- og umhverfismerki en hér má nálgast nánari upplýsingar um Svaninn.

Meira


Afmælisblað Hreint er komið út

Hreintblad
Á dögunum kom út glæsilegt blað í tilefni 35 ára afmælis Hreint en þar er meðal annars fjallað um sögu fyrirtækisins, viðskiptavini þess og starfsfólk. Blaðið er einkar fróðlegt og urmull skemmtilegs efnis í því.  Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Guðbjörgu Erlendsdóttur, gæða-, starfsmanna- og þjónustustjóra Hreint. Í máli hennar kemur fram að um 200 manns starfa hjá fyrirtækinu og er fólkið af á þriðja tug þjóðerna. Það er því ágæt samlíking þegar Guðbjörg segir að fyrirtækið sé eins og litlu sameinuðu þjóðirnar. Í viðtali við Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint kemur fram að starfsfólk Hreint sinnir ræstingum hjá..

Meira


Hreint tekur mikilvægt skref til að minnka plastagnir í umhverfinu

20180209_143544_resized (002) (1)
Við hjá Hreint höfum tekið mikilvægt skref til að minnka örtrefjar sem fara með þvottavatni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að minnka plastagnir sem finnast í þvottavatni en slíkar agnir fara með öllu þvottavatni frá öllum þeim sem þvo þvotta.  Veitur hafa tilkynnt  að örplast sé mælanlegt í vatnssýnum sem safnað var í vatnsveitu Veitna í Reykjavík. Enda þó niðurstaðan sé betri en staðan víða erlendis er þetta slæmt fyrir umhverfið og okkur. Niðurstöður mælinganna sýna að 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns sem safnað var. Þetta jafngildir um 1-2 slíkum ögnum í hverjum 5 lítrum vatns...

Meira


Hreint er framúrskarandi – þriðja árið í röð!

Framurskarandi
Hreint hlaut á dögunum viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki frá Creditinfo. Þetta er þriðja árið í röð sem Hreint hlýtur viðurkenninguna, sem aðeins 2.2% fyrirtækja á Íslandi hljóta. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna sem er staðfesting á góðum árangri fyrirtækisins og frábæru starfi starfsfólks.   Hreint fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári og er sérstaklega ánægjulegt að hampa þessari viðurkenningu á afmælisárinu. Tæplega tvö hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu og er starfsaldur hár og starfsánægja mikil. Auk þess að ná framúrskarandi árangri í rekstri, eins og viðurkenningin sannar, tekur Hreint samfélagslega ábyrgð sína alvarlega. Þannig hefur fyrirtækið..

Meira


Framúrskarandi enn eitt árið

Framurskarandi Tilkynning (1)
Hreint ehf. hefur verið útnefnt eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2017. Við fögnum því með hópi 2.2% íslenskra fyrirtækja sem teljast vera framúrskarandi samkvæmt skilyrðum Creditinfo. Það er sérstök ánægja að hljóta þessa útnefningu á 35 ára afmælisári Hreint en á bakvið þennan árangur er hópur af frábæru starfsfólki og gott samstarf við viðskiptavini okkar. 

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja