Content

 

Tilboð á steinteppahreinsun

Hreint (1)

Steinteppi er fallegt og endingargott gólfefni sem sameinar eiginleika mjúka gólfefna, eins og teppa, og harðra gólfefna eins og flísa. Þau gefa fallegt samræmt yfirbragð á rými og eru þægileg þar sem starfsfólk er mikið á ferð eða stendur lengi. Reglulegar ræstingar eru mikilvægar til að gólfefnin haldi sér falleg en einnig er ráðlegt að hreinsa teppin vel að minnsta kosti einu sinni á ári. Nú ber vel í ári því Hreint býður sérstakt tilboð á steinteppahreinsun í nóvember. Viðskiptavinir okkar fá 20% afslátt af hreinsuninni út mánuðinn.

Sérfræðingar Hreint eru snillingar í steinteppahreinsun og hafa þeir áralanga reynslu af slíkum þrifum, tækjabúnaðurinn er fullkominn og vinnubrögðin afbragðsgóð. Það er undravert hve steinteppahreinsunin breytir ásýnd gólfefnisins og veitir ferskara loft á vinnustaðnum.

Hafðu samband við sérfræðinga Hreint og pantaðu steinteppahreinsun á verulega lækkuðu verði í nóvember. Við komum á staðinn, metum ástandið og gerum föst skrifleg tilboð. Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir þá sem ekki eru með reglulegan viðhaldssamning. 

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja