Content

 

Komdu í hóp frábærra starfsmanna

Hreint (1)

Hreint er leiðandi fyrirtæki í ræstingageiranum á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 manns af liðlega 20 þjóðernum. Starfsandinn er frábær og vinnutíminn er sveigjanlegur. Hreint getur alltaf bætt við sig starfsfólki og hver veit nema við séum að leita að þér.

Hreint leggur mikla áherslu á vandaðar ráðningar, við erum hlutlaus og fagleg og tökum mið af jafnréttisáætlun okkar þegar starfsfólk er valið. Góð þjálfun starfsfólks er okkur kappsmál og við ráðningu fer nýtt starfsfólk í Hreint skólann. Þar fer fram rafræn fræðsla um fyrirtækið og verklag við ræstingar. Þá fær nýtt starfsfólk afhentan starfsmannabækling sem er fáanlegur á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Í kjölfarið fer fram nýliðafræðsla í samræmi við það hlutverk sem starfsmanni er ætlað. Leitast er eftir að starfsfólk nái strax tökum á starfinu og þekki sínar skyldur og réttindi.

Starfsfólki býðst að hefja nám í íslenskuskóla Hreint sem hefur verið starfandi frá 2008. Tilgangur hans er að gera starfsfólki kleift að auka lífsgæði sín hér á landi.  Ýmis önnur starfstengd námskeið eru í boði sem taka mið af þjálfunaráætlun og þjálfunardagskrá sem gefin er út árlega.

Við hjá Hreint vinnum eftir metnaðarfullri jafnréttisáætlun sem er bæði ítarleg og framsækin. Við endurskoðum jafnréttisáætlunina á tveggja ára fresti svo hún taki alltaf mið af nýjustu stefnum og straumum í þessum efnum.

Þá er ótalið öflugt starfsmannafélag en á þess vegum eru haldnar árshátíðir, óvissuferðir, grillferðir og skemmtanir, svo eitthvað sé til tekið.

Hafðu samband við okkur og sjáðu hvort starf hjá Hreint sé ekki akkúrat það sem þú ert að leita að. Netfang okkar er hreint@hreint.is og síminn er 554 6088. Hér er svo umsóknareyðublað þar sem hægt er að sækja beint um á netinu.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja