Content

 

05

Símenntun skilar árangri

Issa _robot 2 (003)
Hreint er leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu á Íslandi og eitt elsta og stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Kappkostað er að viðhalda hæsta gæðaflokki og vera í fararbroddi þegar kemur að nýjungum á þessu sviði. Liður í því að viðhalda þessari stöðu er að sækja reglulega ráðstefnur og fyrirlestra um efnið. Ein stærsta sýning í ræstingaheiminum er ISSA/Interclean ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár í Amsterdam og fór fram á dögunum. Hreint tók þátt í ráðstefnunni. Sérstök áhersla var lögð á róbóta í ár og voru fjölmargar nýjungar á því sviði kynntar. Hreint hefur verið leiðandi fyrirtæki í rekstri ræstingaróbóta..

Meira


Frábær afsláttur af Lucart pappír

Environmental
Viðskiptavinum Hreint býðst nú glæsilegt tilboð á Lucart salernispappír og miðaþurrkum. Í maímánuði bjóðum við 20% afslátt af þessum frábæru og umhverfisvænu vörum. Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar um tilboðið. Lucart Natural eru úrvals pappírsvörur sem unnar eru úr endurunnum drykkjarfernum í samstarfi við Tetra Pak, sem meðal annars framleiðir íslensku mjólkurfernurnar. Tetra Pak útvegar fernurnar en sérstök tækni Lucart fjarlægir álhúðina innan úr fernunum og önnur óæskileg efni og vinnur svo pappatrefjarnar áfram. Umhverfisáhrif salernispappírs eru gífurleg. Til þess að framleiða salernispappír eru felld 27.000 tré á hverjum einasta degi. Eitt tré framleiðir aðeins 45 kíló..

Meira


Fræðslustjóri að láni

Fraedslustjori A Lani
Hreint, VSSÍ og VR hafa skrifað upp á samstarfssamning um fræðslustjóra að láni. Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækinu kleift að setja fræðslu stjórnenda og starfsmanna skrifstofu í markvissan farveg og auka menntunarstigið hjá fyrirtækinu, bæði hvað varðar gæði og eins þjónustu ásamt því að auka framlegð og starfsánægju starfsmanna. Afurð verkefnisins er fræðsluáætlun sem fyrirtækið fylgir eftir næstu 12 -24 mánuði og getur þá byggt áframhaldandi fræðslu á áætluninni. 

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja