Content

 

Hreint ehf. eitt framúrskarandi fyrirtækja landsins

Framúrskarandi fyrirtæki

Við hjá Hreint ehf. erum stolt af því að vera á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2015. Tæplega 36 þúsund fyrirtæki eru skráð á Íslandi. Af þeim uppfylla aðeins um 682 strangar kröfur sem Creditinfo setur fyrir því að fá að teljast til framúrskarandi fyrirtækja. Við hjá Hreint erum því í hópi 1,9% fyrirtækja sem fellur í þennan góða flokk.

Þetta er sjötta árið í röð sem Creditinfo tekur saman lista yfir fyrirtæki sem uppfylla fjölmörg skilyrði sem sett eru til að fá að bera þennan eftirsótta titil. Aðeins 178 fyrirtæki uppfylltu skilyrðin árið 2010, og hefur fjöldi þeirra því nærri fjórfaldast á sex árum.

Verðmæt fyrirtæki
Þau fyrirtæki sem komast á lista Creditinfo sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig verðmæti og störf. Þau standa á traustum stoðum og eru því jafnframt ekki líkleg til að valda samfélaginu kostnaði.

Til að komast á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki þarf að uppfylla ýmis skilyrði. Skilyrðin eru m.a. þau að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, líkur á alvarlegum vanskilum séu undir 0,5% og að rekstrarhagnaður hafi verið jákvæður þrjú ár í röð. Þá þarf eiginfjárhlutfallið að hafa verið 20% eða meira og eignir 80 milljónir eða meira þrjú rekstrarár í röð.

Gerum betur
Það er ánægjuefni að Hreint uppfylli öll þessi skilyrði og sé á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins. Það er okkar markmið að gera betur á allan hátt, hvort sem það er í þjónustu við okkar viðskiptavini, samskiptum við okkar frábæra starfsfólk, eða með hagkvæmum rekstri fyrirtækisins

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja