Content

 

Fjölskyldudagur Hreint 9. maí 2015 í Egilshöll

20130511_125647

Fjölskyldudagur verður á vegum Starfsmannafélags Hreint þann 9. maí 2015 næstkomandi. Hann verður að þessu sinni haldinn í Egilshöll, Grafarvogi, sem er stærsta  afþreyingarmiðstöð landsins, kl. 13:00 – 16:00. Skautar, hjálmar, matur og drykkir - allt í boði starfsmannafélagsins. Hvetjum allt starfsfólk og fjölskyldur þeirra til að mæta og gera sér glaðan dag, hvort sem þeir skauta eða ekki.

Fjölskyldudagarnir hafa hingað til verið vel sóttir og ómissandi hluti af flottri dagskrá starfsmannafélagsins. Það er ekki von á öðru en að slíkt verði upp á teningnum í ár.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja