Content

 

05

Sumargleði starfsmanna Hreint

sumargleði
S.l. laugardag, 11. maí 2013, bauð starfsmannafélag Hreint félagsmönnum sínum upp á létta sumargleði á bökkum Reynisvatns í nágrenni Reykjavíkur. Fjölmenni kom á svæðið og gerði mjög góðan róm af veitingum, skemmtiatriðum og svo ekki sé talað sé um veiðina sem sló öll met. Starfsmannafélag Hreint, sem er kraftmikill félagsskapur starfsmanna fyrirtækisins, býður starfsmönnum Hreint reglulega upp á ýmiskonar uppákomur m.a. bíóferðir, árshátíð, grillveislur, fjölskyldudag, heilsudag og fleira. Meðfylgjandi mynd er svo af hljómsveitinni Pollapönk sem skemmti hópnum við Reynisvatn og þóttu hljómsveitardrengirnir feikna skemmtilegir og frískandi, bæði fyrir fullorðna og börn.

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja